58. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. maí 2016 kl. 10:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 10:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 10:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 10:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 11:15
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 10:00

Ásmundur Einar Daðason, Haraldur Benediktsson og Páll Jóhann Pálsson voru fjarverandi. Valgerður Gunnarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson véku af fundi kl. 11:15. Brynhildur Pétursdóttir vék af fundi kl. 11:45 til að fara á fund þingflokksformanna.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Heimsókn tékknesku fjárlaganefndarinnar til Íslands Kl. 10:00
Þessi fundur var sameiginlegur með efnahags- og viðskiptanefnd en nefndirnar tóku á móti fjárlaganefnd tékkneska þingsins. Gestir nefndanna voru Mr. Karel Fiedler varaformaður, Ms. Vera Kovarova nefndarmaður, Mr. Josef Uhlik nefndarmaður, Mr. Roman Prochazka nefndarmaður, Mr. Josef Smycek deputy head of Mission, Embassy of the Czech Embassy in Oslo, Ms. Darja Havlikova nefndaritari, Ms. Jitka Lipenska alþjóðaritari hjá tékkneska þinginu, auk túlks.

2) Heimsókn fjárlaganefndar til Listaháskóla Íslands Kl. 11:15
Að loknum sameiginlegum fundi með tékknesku fjárlaganefndinni heimsótti fjárlaganefnd Listaháskóla Íslands að Sölvhólsgötu 13. Þar tóku á móti nefndinni Fríða Björk Ingvarsdóttir, Markús Þór Andresson og Magnús Loftsson. Þau sýndu nefndarmönnum húsnæði skólans að Sölvhólsgötu, kynntu starfsemi hans, fjármál og framtíðarsýn, lögðu fram kynningarefni og svörðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:25
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 12:30
Fundargerð 57. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:30